2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 14

þangað sem að við leiðum þá . Hversu fljótt við byrjum að gefa hvolpunum aukafóður , veltur á nokkrum ólíkum þáttum . Hafi ég stórt got byrja á oft að gefa aukafóður þegar hvolparnir eru 16-17 daga gamlir . Þeir eru þá færir um að standa og borða , en vandamálið er að finna matinn . Þeir geta það ekki sjálfir ; við þurfum að leiða höfuð þeirra að matnum . Þegar trýnið kemst fyrst í snertingu við matinn , borða þeir með bestu lyst . Þegar þeir finna matinn við trýnið verða þeir stífir í framfótunum á sama hátt og og þegar þeir komast á spena . Þeir þrýsta höfðinu niður í matinn og sjúga hann upp í sig . Öðru hverju snúa þeir höfðinu þannig að þeir missa samband við matinn . Í staðinn fyrir að setja höfuðið niður þar sem maturinn er , leita þeir með höfuðið uppávið . Þeir hafa ekki grun um hvar maturinn eiginlega er – jafnvel þó að þeir standi með báða framfæturna ofan í matardallinum ! Þegar þeir eru 3 vikna verður meira líf í búðunum þegar við komum inn með matinn , en þegar matarskálin er sett niður eiga þeir áfram í vandræðum með að finna hann . Nokkrir finna hann sjálfsagt fljótt , en það er meira heppni en meðvituð aðgerð . Við næstu fóðrun tekst einhverjum öðrum að finna matinn fyrst . Á næstu dögum taka þeir miklum framförum í þessu . „ Matardallshljóðið “ þekkist létt og við erum rétt búin að setja niður matinn þegar þeir nánast steypa sér ofaní hann . Mínir hvolpar eru sjaldan , eins og þið getið skilið , með lélega matarlyst …
Sýna hvolpar róandi merki ?
Athyglinni hefur verið beint að róandi merkjum í seinni tíma , ekki síst vegna bókar Turid Rugans Róandi merki – líftrygging hundsins . Róandi merki er heillandi að skoða . En sýna hvolpar sem enn eru á spena virkilega þannig merki ? Rugans fullyrðir að jafnvel nýfæddir hvolpar sýni slík merki . Þetta sýni sig í því að þeir geispi þegar þeir eru teknir upp . Þetta gerðu þeir samkvæmt hennar heimildum í 100 % tilfella . Ég
Hvolpar sækja í að sofa nálægt hver öðrum . Mynd : Þorsteinn Th . hafði aldrei hugsað um þetta fyrr og ég hef alltaf handleikið hvolpana frekar mikið – rólega og varlega með fullu samþykki tíkarinnar – frá því að þeir draga sinn fyrsta andardrátt . Ég vildi sannreyna staðhæfinguna um að þeim finnist þetta vera óþægilegt , eitthvað sem þeir myndu sýna með því að geispa þegar að þeim væri lyft upp . Sjálfsagt var hvolpunum lyft svo varlega upp án þess að þeir væru vaktir upp af værum blundi . En þegar hvolparnir voru orðnir meira en 7 vikna gamlir og ég hafi ennþá ekki fengið neinn þeirra til þess að geispa þegar að ég lyfti þeim upp , þá hætti ég rannsókninni . Að sjálfsögðu kom það fyrir að lítill hvolpur geispaði þegar hann lá í höndum mínum og ég klóraði honum varlega á maganum , en það var á sama augnabliki og hann sofnaði – ekki í neinu sambandi við það að vera lyft upp . Þeir gátu einnig geispað rétt áður en þeir sofnuðu í hálsakotinu mínu , þegar ég lá og knúsaði þá uppí sófa , eða þegar þeir rúlluðu sér ánægðir saman á teppinu eftir að hafa tæmt júgur tíkarinnar til síðasta dropa . Það er eðlilegt fyrir hvolp að geispa þegar hann er þreyttur . Barn bregst við á sama hátt , en enginn hefur hingað til komið með þá hugmynd að kalla það róandi merki ? Róandi merki er meðvituð athöfn . Slík merki eru notuð sem viðbragð við einhverju , til þess að forðast örgrun , sýna undirgefni eða til að leysa upp ógnandi eða óþægilegar aðstæður . Hvolpar á spena hafa hvorki skilyrði eða hæfileika til þess að sýna þess háttar merki . En hvolpur getur að sjálfsögðu frá því að hann er nýfæddur tjáð sig við óþægilega eða sársaukafulla örvun . Sársaukaskynið er vel þroskað og snögg viðbrögð við sársauka geta verið lífsspursmál fyrir nýfæddan hvolp . Viðbrögðin eru ósjálfráð og koma samstundis með því að hvolpurinn gefur frá sér hávært væl . Um leið og sársaukinn er ekki lengur til staðar hættir vælið . Fyrst þegar hvolpurinn er orðinn tveggja vikna gamall mun hann auk þess að væla hátt við sársauka , reyna að komast frá því sem veldur sársaukanum .
14 · Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016