2.tbl. 44.árg. júní 2016 | Page 10

Mynd : Þorsteinn Th .

Fyrstu vikur hvolpsins

Að fylgjast með og vera þátttakandi fyrstu vikurnar í lífi hvolps er einstök upplifun sem erfitt er að lýsa . Framfarirnar frá dag til degi , reyndar á hverjum tíma , er svo hröð að erfitt er að leggjast niður og sofna . Ég verð aldrei leið á því að sitja hjá hvolpunum , heyra þegar þeir sjúga , og taka eftir hverju því sem þeir gera . Að sjá hvernig óreynd tík veit af eðlishvöt hvað á að gera í fæðingunni , hvernig hvolparnir sjúga sig fasta á spenann við fyrsta tækifæri , hvernig þeir nota fæturna til þess að örva mjólkurframleiðsluna og hvernig tíkin hugsar um þá . Finna þegar hvolpurinn , þessi heita litla vera , slakar á í höndum mínum , svo full trúnaðartrausts , svo ómótuð – en verður samt tilbúin að takast á við heiminn eftir bara tvo mánuði . Traustið er algert og möguleikarnir óendanlegir . Að verða vitni af því þegar þeir reyna að standa á óstöðugum fótunum , fyrsta óræða augnaráðið þegar augun opnast . Fyrsta sinn sem þeir dilla rófunni . Fyrstu óþekktarstrikin .
Höfundur : Astrid Indrebo , dýralæknir og ræktandi
Þýðing : Þurý Bára Birgisdóttir Greinin var áður birt í 1 . tölublaði Sáms árið 2005
Ég hætti aldrei að vera heilluð af þroska hvolpsins ; jafnvel eftir 26 got og 16 ár kenna hvolparnir og tíkin mér alltaf eitthvað nýtt , eitthvað sem ég hafði ekki séð áður eða tekið eftir . Auðmýkt og upplifun eykst við hvert got . Allur tíminn í næturvökur , hreingerningar seint og snemma , matreiðslu , símtöl , handleiðslu og endurtekningar – ekkert skyggir á gleðina að hafa hvolpa . Það einasta sem setur strik í reikninginn er að af og til verður maður að fara í vinnuna – fjögurra vikna frí er alltof stutt ! Þá er gott að hafa aðra í fjölskyldunni til að hlaupa undir bagga þegar skyldan kallar . Hvolpur er mjög óþroskaður við fæðingu , óþroskaðri en afkvæmi okkar eigin tegundar – mannsins . Nýfæddur hvolpur er bæði heyrnarlaus og blindur ; augnalokin og hlustirnar eru þéttlokuð . Hæfni til að stjórna líkamshita og koma reglu á blóðsykur er vart til staðar . Einfaldir hlutir eins og að koma úrgangi frá sér ná þeir ekki að gera án hjálpar .
Í byrjun stjórnast allt líf hvolpsins af ósjálfráðum viðbrögðum . Nokkuð af þessum viðbrögðum eru til staðar þegar hvolpurinn fæðist og hverfa síðan smátt og smátt þegar hvolpurinn þroskast og þróar meðvitað samband við tilveruna . Önnur viðbrögð eru lítið þroskuð við fæðingu , en eflast eftir því sem hvolpurinn stækkar . Nýfæddur hvolpur hefur lítið af ósjálfráðum hreyfingum og þarfnast örvunar til þess að draga að sér andann í fyrsta sinn . Þegar hann fæðist á eðlilegan hátt , mun hann fá örvun við
10 · Sámur 2 . tbl . 44 . árg . júní 2016