2.tbl. 44.árg. júní 2016 - Page 47

Persónutöfrar eru málið! Þrek, getan til að vinna og lífskraftur eru mikilvægir þættir í hundaræktun. Þetta eru ekki bara orð heldur alvöru hlutir. Lífskraftur eða lífsþróttur og styrkur skiptir miklu máli í lífinu. Kröftugur og þróttmikill hundur er opinn, hamingjusamur og virkur. Þessa hunda höfum við séð og heyrt af þeim. Slíkir hundar eru kraftmiklir og þeir hafa einnig viljastyrk. Á árum áður þegar mikið var um stór hundabýli vildi fólk fá auðvelda hunda. Nú á tímum er þetta ekki mikið betra. Fólk er í vinnu og lifir mjög uppteknu lífi. Vill fólk fá auðvelda hunda eða virka og líflega hunda? Það virðist vera svo að stundum veljum við latari og auðveldari hunda. Í mörgum tegundum eru rakkar hættir að para sig og þegar við horfum í sýningarhringinn þá virðist vanta persónutöfra í hundana oft á tíðum. Hvað eru persónutöfrar og hvernig er það meðfætt í hundum? Hvers vegna eru persónutöfrar svona mikilvægir? Alvöru þróttur og styrkur kemur frá foreldrunum. Í bestu tilvikunum þá eru það bæði faðir og móðir sem eru sterkir og opnir einstaklingar. Pörunin var auðveld og það flugu neistar. Fæðing hvolpanna gekk eins og í sögu. Þar sem við erum að tala um persónutöfra hunda þá er þetta nátengt náttúru þeirra og að gefa af sér gæði. Persónutöfrar koma frá þægilegu líferni. Þessir hundar þekkja uppruna sinn og hvar þeir standa. Hundur gæddur þessum töfrum þarf samt sem áður skýr takmörk jafnvel þótt hann storki eiganda sínum af og til. Persónutöfrar eru allt, þá má sjá og finna og gefa til kynna auðvelt líf. Höfundur: Juha Kares Þýðandi: Svava Björk Ásgeisdóttir Hvað eru persónutöfrar? Persónutöfrar eru viljastyrkur. Persónutöfrar í hundum merkir hundur sem veit hver hann er. Þeir hafa raunverulega og sterka náttúru eða kynhvöt. Í rökkum þá merkir þetta sterka eðlisávísun og dálítið ríkjandi viðmót – sem þeir hafa þó stjórn á þegar vel lætur. Stundum eru þessir rakkar sem eru gæddir þessum persónueinkennum þó eldfimir. Ef það er tík að lóða í nágrenninu þá eru tilfinningarnar mjög sterkar. Persónutöfrar rakka merkir líka einskonar stóðhesta hegðun undir vissum kringumstæðum. Aftur á móti eru persónutöfrar tíkanna aðeins meira fágaðir að eðlisfari. Hjá tíkunum snýst þetta um að þekkja styrk sinn. „ Ég er alpha og ég þarf ekki að sanna stöðu mína“. Persónutöfrarnir eru augnaráðið. Með því einu að gefa augnaráð gefur tík til kynna fullkomið vald. Það þarf ekkert að velta því meira fyrir sér. Þessir persónutöfrar hjá tíkum snúast meira um frið og áruna sem er í kringum hundinn. Hvaðan koma persónutöfrar? Persónutöfrar hunda koma frá mjög líflegum og sterkum hundum. Þessir hundar eru oft fæddir kóngar og drottningar. Flesta hunda sem eru gæddir sterkum persónutöfrum hafa ræktendur oft komið auga á í gotkassanum þegar hvolparnir eru nýfæddir. Þeir eru sterkustu einstaklingarnir í gotinu frá því þeir fæddust. Þeir skína skært og bera af mjög snemma. Þessir hundar hafa fullkominn þrótt og fullkominn viljastyrk. Þegar hvolparnir byrja að ganga þá stjórna þessir hvolpar hinum hvolpunum. Sterkir hvolpar eru oft hamslausir. Þessir sterku hvolpar skera sig sannarlega úr hópnum. Það er hlutverk eigenda þeirra að vernda þessa eiginleika þeirra með því að leyfa þessum sterku og þróttmiklu hvolpum að nota viljastyrk sinn á réttan hátt. Of margar takmarkanir og of mikill agi getur eyðilagt persónueiginleika hundsins. Hamslausir hvolpar storka eigendum sínum. Þeir leita að takmörkunum sínum og að lokum finna þeir þau af sjálfsdáðum með réttri leiðsögn okkar mannanna. Til að eiga og ala upp nægilegt magn af þessum persónueiginleikum sem um ræðir þarf athygli og ást. Þú verður að elska hundinn og láta hann finna hvað hann er sérstakur. Að lokum skilar sú ást og athygli sér til baka. Sterkir einstaklingar eru náttúrulegir sigurvegarar og hornsteinn ræktunarinnar Til að ná fram persónutöfrum í hundum merkir að þú þarft að nota mjög sterka Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 · 47