2.tbl. 44.árg. júní 2016 - Page 41

íslenskum ræktendum fyrir að vinna frábært starf í mörgum tegundum þrátt fyrir mjög ósanngjarnar reglur um innflutning hunda. Hann vill að stjórnvöld opni landið meira og sýni hundafólki mun meira umburðarlyndi. Dusan dæmdi nokkuð af hundum úr tegundahópi 1 og var hann sérstaklega hrifinn af Welsh Corgi Pembroke hundum sem hann dæmdi. Hann talaði um að Border collie hefði verið svolítið erfitt að dæma þar sem væru tvær ólíkar týpur í tegundinni og að hann hefði þurft að velja á milli tegundagerðar og hreyfinga en hefði endað á að velja tík sem var ekki í besta feldinum en hafði mjög góðar og týpískar hliðarhreyfingar. Dusan dæmdi allar tegundirnar í tegundahópi 3 sem hann sagði að væri ekki mjög sterkur tegundahópur miðað við erlendis. Hann hrósaði ræktendum Silky terrier og sagði tegundina almennt góða og að ræktendur væru á réttri leið, það vantaði eitthvað upp á smáatriði en að tegundagerðin væri góð, sem og hreyfingar og skapgerð. Sigurvegari í tegundahópnum var Irish Soft Coated Wheaten terrier rakki sem hann sagði að væri nokkuð góður, aðeins þröngur að aftan en almennt gott eintak. Í þriðja sæti setti hann eina af nýjustu tegundunum á landinu, Bedlington terrier sem hann sagði að hreyfði sig vel. Af þeim tegundum sem hann sagði að helst mætti bæta minntist hann á Samoyed hundana, hann hefði verið nokkuð mildur þar í dómi en að ræktendur þyrftu að bæta sig. Besti hundur sýningar 2. sæti Multi Star’s Arjen Robben IS19889/14 Papillon Eigandi: Víkingur Hauksson Ræktandi: Linda Jónsdóttir Papillon í góðum gæðum Dusan sagði að Papillon hundarnir á Íslandi væru mögulega með þeim bestu sem hann hefði séð í Evrópu í gæðum, hann hefði sett frábæra papillon tík í 1. sæti í besta ungviði sýningar og síðan gert framúrskarandi Papillon rakka að besta hundi tegundarhóps 9 sem hefði svo endað sem annar besti hundur sýningar. Sá rakki hefði verið einn af þeim bestu sem hann hefði séð hér um helgina. Dusan þakkar kærlega fyrir vel skipulagða sýningu og vill hrósa sýnendum fyrir að sýna samstöðu og að það sé sjaldan sem hann sjái klappað fyrir öllum sýnendum og segir andrúmsloftið mjög gott. Ræktunin betri en síðast Fyrir fjórum árum kom Tino Pehar frá Króatíu og dæmdi, hann segir mikinn gæðamun á ekki lengri tíma, og að hann hefði séð nokkra hunda um helgina sem gætu unnið hvar sem er í Evrópu. Frábært andrúmsloft og sýnendur sem taka hvaða dómi sem er með jafnaðargeði og virða álit hans sem dómara,en það er einn stærsti styrkur íslenskra sýnenda að hans mati. Tino dæmdi úrslit hvolpa 6-9 mánaða á föstudagskvöldinu og var hann sérstaklega ánægður með þá hunda sem hann raðaði í fjögur efstu sætin, hann sagði þá alla eiga bjarta framtíð og hafa góða tegundagerð og að þeir hefðu sýnt sig vel. Besti hundur sýningar 3. sæti ISShCh RW-15 NLW-15 Loki IS18969/13 Ungversk Vizsla, snöggh. Eigandi: Ragnar Már Þorgrímsson Ræktandi: Árni Gunnar Gunnarsson Óvanalegt magn af Schäferhundum Tino dæmdi yfir 30 schaferhunda á sýningunni og sagði það óvanalega mikið magn, almennt í Evrópu kæmu mjög fáir hundar af tegundinni á almennar sýningar þar sem flestir mættu aðeins á deildarsýningar og beri takmarkaða virðingu fyrir stórum allra tegunda sýningum eða áliti „allrounder“ dómara sem hafa réttindi á margar tegundir. Tino var stoltur yfir því trausti sem sýnendur sýndu honum með því að mæta með alla þessa hunda og gefa honum tækifæri til þess að velja á milli góðra hunda. Einn af bestu hundunum mætti ekki Á föstudagskvöldinu fór fram keppni ungra sýnenda á sama tíma og hvolpasýningin. Tino var að dæma hvolpana þegar hann kom auga á Springer Spaniel hund sem var í ungum sýnendum og greip hundurinn augað strax þar sem hann var í frábærum gæðum. Þegar kom svo að dómi í tegundahópi 8 var Tino mjög spenntur að sjá hvenig Jean-Jaques Dupas myndi raða niður Besti hundur sýningar 4. sæti RW-15 ISShCh OB-1 Bez-Ami’s Always My Charming Tosca IS17996/13 Flat-coated retriever Eigandi: Fanney Harðardóttir Ræktandi: Bittan Börjesson