2.tbl. 44.árg. júní 2016 - Page 30

Frá vinstri: CH Allert’s Amarulla, Ch Allert’s Corona, CH Allert’s Gold Keeper Erlendur ræktandi Börje og Theres Johansson Allert’s ræktun í Svíþjóð Börje og Theres Johansson hafa átt enska cocker hunda í yfir 30 og ræktað tegundina í 26 ár undir ræktunarnafninu Allert‘s. Á þessum tíma hafa þau náð frábærum árangri í ræktuninni og hafa haft mikil áhrif á tegundina. Bæði eru þau einnig samþykktir sýningadómarar, Börje frá 2007 og Theres frá 2010. Höfundur: Klara Símonardóttir Hversu lengi hafið þið verið að rækta og höfðuð þið einhverja fyrri reynslu af hundahaldi eða ræktun? Við keyptum fyrsta cocker hundinn okkar árið 1983 og höfum ræktað tegundina í 26 ár, fyrir þann tíma höfðum við ekki átt hunda. Hvernig sameinið þið ræktunina við heimilishald og lífið almennt? Það þarf að hafa góða stjórn á dagbókinni og hundafólk er stór hluti vina okkar. Okkur finnst nauðsynlegt að hafa gott fólk til að aðstoða okkur með hundana þegar við þurfum að ferðast og góða aðstöðu fyrir hundana. 30 · Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 Hvaða hundar mynduð þið segja að væru mestu áhrifavaldarnir í tegundinni? Í dag myndum við segja að þeir hundar sem hefðu mest áhrif á tegundina fyrir utan okkar eigin væru: Í Englandi er það CH Kyna By Request. Í Skandinavíu er það CH Backhills New Design. Hvaða hundur hefur haft mest áhrif á ykkar eigin ræktun? Við fluttum inn hund frá Englandi sem hefur verið okkur mjög mikilvægur en það er CH Charbonnel Blue n Yellow, hann hefur einnig verið mikill áhrifavaldur hjá öðrum ræktendum og er faðir ansi margra meistara. Hann á afkvæmi í mörgum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og í Ástralíu sem eru orðin meistarar. CH Allerts Amarulla og Ch Allerts Corona hafa einnig haft mikil áhrif í okkar ræktun. Nú hafið þið náð ítrekað góðum árangri á sýningum, hvaða sigrar standa upp úr? Okkur fannst stórkostlegt þegar Ch Allert’s Corona varð World-Winner, eins að hafa náð því að eiga Besta hund tegundar á Stóra-Stokkhólm sýningunni fjögur ár í röð (2011-2015) með þrjá mismunandi hunda finnst okkur virkilega merkilegt. Við erum afskaplega stolt líka af því að hafa fengið viðurkenningu fyrir besta ræktunarhóp sýningar á SKK sýningu og að hafa náð því að eiga besta ræktunarhóp tegundar á heimssýningunni í Mílanó. Þar gekk