2.tbl. 44.árg. júní 2016 - Page 16

Aðsend grein Hvað er kornlaust gæludýrafóður raunverulega? Höfundur: Lorie Huston, doktor í gæludýralækningum Þýðandi: Jóhanna Íris Hjaltadóttir, upplýsingarfulltrúi Dýrheima sf. Kornlaust gæludýrafóður (grain free) er mjög vinsælt um þessar mundir. En er það í raun hollara fyrir gæludýrið þitt en annað fóður? Við skulum skoða það aðeins betur. Þó að staðreyndin sé sú að mörg dýr þrífist vel á kornlausu fóðri, er það líka þannig að kornlaust fóður var þróað meira til að höfða til eigandans, frekar en til að mæta þörfum gæludýranna okkar. Næringarlega séð, er það mikilvægasta við gæludýrafóður er hvort fóðrið gefi nákvæma og rétta næringu. Innihaldi fóðrið of mikið af einu næringarefni eða og lítið af öðru, mun það koma niður á gæludýrinu þínu. Þessi staðhæfin er sönn, hvort sem um ræðir fóður sem inniheldur kornvörum eða ekki. Hvert og eitt innihaldsefni í fóðrinu bætir við einstakri blöndu næringarefna fyrir heildarmynd fóðursins. Saman þurfa þessi næringarefni að uppfylla næringarlegar þarfir gæludýrsins þíns, án ofskömmtunar eða vanskömmtunar sem gæti leitt af sér sjúkdóma hjá gæludýrinu þínu. Það er að sjálfsögðu mögulegt fyrir kornlaust fóður að uppfylla þessar þarfir gæludýrsins þíns. En svo það sé á hreinu þá er kornlaust fóður ekki eina leiðin til þess, og ekki endilega sú besta heldur, fyrir hvert gæludýr. Það er ekkert eitt fóður eða ein gerð af fóðri sem hentar