2.tbl. 44.árg. júní 2016 - Page 15

Ástæðan fyrir því að ég fjalla um efasemdir mínar um geispann sem hugsanlegt róandi merki um óþægindi þegar hvolpi er lyft upp, er til þess að leggja áherslu á hvað það er mikilvægt að handleika hvolpana. Hvolp á að handleika rólega og af umhyggju snemma, því fyrr því betra! Að handleika getur gjarnan þýtt milt stress, en það er alls ekki neikvætt! Milt stress getur stuðlað að því að hvolparnir eiga síðar í lífinu auðveldar með að þola ólíkar tegundir af stressi. Svefn hvolpsins Fyrstu tvær vikurnar sofa hvolparnir stóran hluta dagsins. Þar eftir fara tímabilin sem þeir eru vakandi að verða stöðugt lengri. Heilbrigður hvolpur sefur ekki rólegur; hann hreyfir sig í rykkjum og skrykkjum. Einn fótur kippist til, svo kippist annar til, hristir höfuðið, rykkir til eyrað eða sveigir bakið. Við gætum fengið á tilfinninguna að hann sé að dreyma. Allir frískir hvolpar sofa þannig fyrstu vikurnar. Liggi hvolpur alveg rólegur án þessara kippa, er það merki um að eitthvað sé að hvolpinum. Þegar hvolparnir verða meira virkir, 2-3 vikna gamlir, minnkar þessi „draumasvefn“ og er skipt út smám saman fyrir djúpsvefn hins fullorðna hunds. En jafnvel hjá fullorðnum hundum getur maður öðru hverju séð þennan svefn þar sem NÝ LÍNA FRÁ FLEXI kippast og rykkjast til fætur og eyru, gjarnan fylgt eftir með smá ýlfri eða tísti. Sem athuganda finnst okkur sem þá sé að dreyma að þeir séu á ferðalagi um sléttur eða í skógi. Atferli: Atferli hefur sterka erfðafylgni. Það eru genatísku eiginleikarnir sem leggja grunninn af því hvaða möguleikar eru til staðar hjá hinum nýfædda hvolpi. En hvernig þessir möguleikar verða nýttir, mun mótast af áhrifum frá því umhverfi sem hvolpurinn vex upp í. Ef hvolpurinn verður ekki fyrir örvun þannig að hann geti þroskað sig og brugðist við, getur það valdið hættu á að upp komi vandamál tengt ólíkum þroskastigum. Ef til dæmis hvolpur hefur ekki verið mikið í sambandi við fólk, verður hann hræddur við það og mun eiga í erfiðleikum með að sækja í samskipti síðar í lífinu. Ef sami hundur hefði haft góð samskipti og umgang við fólk snemma á lífsleiðinni, er það engin trygging að hann verði án vandamála, en hann hefði fengið möguleikann á að læra að bregðast við á eðlilegan hátt með sína genatísku eiginleika í bakgrunni. Mynd: Anja Björg AUKAHLUTIR Sámur 2. tbl. 44. árg. júní 2016 · 15