1. tbl Sáms 2016 | Page 7

fyrirlestrum um atferli hunda og hef starfað í skapgerðarmatshóp HRFÍ frá 2007 og er þar prófstjóri. Ég hef tekið þátt í hlýðni – og sporaprófum og leitt hunda í fuglahundaprófum. Ég hef starfað mikið fyrir félagið, bæði á sýningum sem ritari og hringstjóri og hinum ýmsu vinnuprófum, verið ritari á hundafimikeppnum, ritari og prófstjóri í hlýðniprófum, prófstjóri í sporaprófum og starfsmaður í prófum Retrieverdeildarinnar. Ég er í sýninganefnd, gönguog skemmtinefnd og heimasíðunefnd Retrieverdeildar og í undirbúningsteymi Schnauzerdeildar fyrir deildarsýningar. Þá er ég í tveimum nefndum vegna stefnumótunarvinnu félagsins og í ritstjórn Sáms. Ég er gjaldkeri Sólheimakotsnefndar, sem er nefnd sem samanstendur af fólki sem hefur áhuga á því að endurbæta Sólheimakot og gera það vistlegra fyrir félagsmenn. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er Sólheimakot einskonar félagsheimili Hundaræktarfélags Íslands, þar geta allar deildir fengið að halda hina ýmsu viðburði í mjög hundvænu umhverfi. Síðastliðið ár höfum við staðið fyrir ýmsum úrbótum með hjálp góðra félaga og við vonumst til að sem flestir leggi hönd á plóg næsta sumar þegar klárað verður að taka kotið í gegn að utan. Nefndin hefur séð um að afla styrkja fyrir öllum endurbótum við kotið, þannig að ekki er gengið á sjóði félagsins við endurbæturnar. Ég fékk sýningabakteríuna 2005 þegar ég sýndi Ask í fyrsta sinn og hef tekið þátt í nær öllum sýningum á vegum félagsins síðan, bæði sem sýnandi og starfsmaður. Undanfarin ár hef ég ferðast erlendis til að fylgjast með sýningum þar og notið þess að horfa á hinu ýmsu tegundir í hring. Ég hef tekið þátt í störfum Vina Vigdísar, sem er verkefni þar sem hundar eru notaðir til æfa börn í lestri og bæði Frosti (Dvergschnauzer) og Virgill (Golden Retriever) hafa starfað þar sem lestrarhundar fyrir börn. Ástæða þess að ég býð fram starfskrafta mína til stjórnar HRFÍ er að ég vil leggja mitt af mörkum til að efla störf félagsins, gera það opnara og móttækilegra fyrir hugmyndum og tillögum félagsmanna. Þá vil ég einnig leggja mitt af mörkum til að gera félagið sýnilegra og meira aðlaðandi fyrir almenning, sýna hvernig Hundaræktarfélag Íslands stuðlar að ræktun hunda sem eru líkamlega og andlega heilbrigðir. Deildir félagins eru hornsteinar þess, þar er sérþekkingin um tegundir deildanna. Það þarf að efla og virkja deildir félagsins og nota þekkinguna þaðan til að stýra ákvörðunum um heilsufarskröfur og annað sem viðkemur tegundunum. Fulltrúaráðsfundur er að mínu mati vannýttur brunnur, þar koma saman fulltrúar allra deilda félagsins og þar ættu að vera teknar ákvarðanir um störf félagsins í stað þess að vera sá upplýsingafundur sem hann er í dag. Ég vil sjá aukna þátttöku og aðkomu félagsins að vinnu með hunda og sjá almenna þekkingu félagsmanna á hundum lyft á æðra plan. Mig langar að sjá félagið okkar virkt og lifandi þar sem félagsmenn koma saman og vinna af gleði fyrir félagið og þá langar mig að sjá félagið vaxa og dafna en til þess þarf að auka samkennd í félaginu. Aðalfundur HRFÍ 26. maí 2016 kl. 20.00 Hestheimum 14-16, Kópavogi Sámur 1. tbl. 43. árg. maí 2016 · 7